Kristján Snæfells Kjartansson
Kristján Snæfells Kjartansson
Frá Kristjáni Snæfells Kjartanssyni: “AÐILD erlendra aðila að Kaupþingi og Íslandsbanka er hreint fullveldisafsal Íslands og í raun brot á stjórnsýslulögum og landráð. Skuldir fyrirtækja, bankanna, heimilanna, Landsvirkjunar o.s.frv. eru í raun skuldir ríkisins (vegna ríkisábyrgðarinnar).”
AÐILD erlendra aðila að Kaupþingi og Íslandsbanka er hreint fullveldisafsal Íslands og í raun brot á stjórnsýslulögum og landráð. Skuldir fyrirtækja, bankanna, heimilanna, Landsvirkjunar o.s.frv. eru í raun skuldir ríkisins (vegna ríkisábyrgðarinnar). Þó svo að Landsbanki Íslands, Glitnir (nú Íslandsbanki) og Kaupþing banki hafi farið í þrot (farið á hausinn) ef svo má segja eru eftir sem áður í eigu þessara banka útistandandi lán og ýmsar kröfur, til að mynda Exista, Actavis, 365, Stöð 2, Landsíminn, íbúðalán, lán fyrirtækja o.s.frv.Menn verða að skilja á milli skulda ríkisins erlendis og annarra skulda. Erlendar skuldir eru í raun skuldir ríkisins. Vegna þess að ríkið er fyrst og síðast ábyrgt. Ekki þarf að fara mörgum orðum um ábyrgð stjórnmálaflokka, svo tekið sé dæmi þá frá árinu 1979. Þegar 29% kostnaðarhlutdeild var sett á með lögum sem skerti laun sjómanna um 50% og lækkunin fór að sjálfsögðu út í öll önnur laun af því að sjávarútvegur hefur lengst af verið ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Sem sé sjómenn eru allt frá 1979-2009 í 30 ár búnir að borga upp fiskiskipastólinn ásamt því að hafa borgað olíu og veiðarfæri, einnig líkast til eitthvað af kvóta (veiðikvóta). Samt sem áður er margt gott á dagskrá hjá „Vinstri bláum“ og „Samvirkniflokknum (Nasistaflokknum)“. Má þar nefna innköllun á fískveiðiheimildum 5% á ári í 20 ár, þá auðlindaskattur. Einnig eru mörg mjög góð félagsleg hagsmunamál á stefnuskrá stjórnarflokkana, burt séð frá þeim sem eru í aðdáendaklúbbi ESB („Nasistabandalaginu“).
Segjum nei þegar kemur að atkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að gerast fullir aðiljar að ESB. Mér fínnst nóg að við séum með annars gallaðan EES-samning og getum notað hann sem hækju. Við höfum viðskiptasamning við Bandaríkin og glötum honum ef við gerumst fullir aðiljar að ESB. Þá höfum við viðskiptasamning við Kína. Segjum nei við ESB.
KRISTJÁN SNÆFELLS KJARTANSSON,
skipstjóri.
Frá Kristjáni Snæfells Kjartanssyni