sunnudagur, 23. mars 2014

Sjávarútvegur.

Sjávarútvegsfyrirtæki hafa oft verið að sligast undan skattheimtu og eru þetta  lítið skuldsett sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa engar skattalegar forsendur til afskrifta eða niðurfellinga. Gott væri að 2% beinskattur yrði tekinn við löndun og má hugsa sér til vara leið fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem ættu erfitt með álögur endurgreiðslur eða styrk eða undanþágu frá gjaldtöku. Fyrirtæki hafa notið þess gegnum tíðina að að hafa haft svigrúm til að borga litla skatta vegna eignabólu og afskrifta af sköttum vegna þess en viss prósenta af eignamyndun er frádrag frá sköttum og má segja ríkur verður ríkari. Það mætti lækka álögur vegna þinglýsinga skipa þannig að útgerðir flögguðu ekki út sem er að sjálfsögðu tap fyrir alla.
Kristján Snæfells Kjartansson 

laugardagur, 1. mars 2014

Um Úkraínu.

Hætt er við að Rússar telji að þeir hafi það mikla hagsmuni í Úkaínu að þeir muni yfirtaka Úkraínu og það verði Vesturveldunum aðeins til að áhorfs.

Kristján Snæfells Kjartansson

fimmtudagur, 27. febrúar 2014

Ástandið í Sýrlandi.

Alþjóðasamfélagið hefur brugðist Sýrlandi og það er sárt að horfa upp á þetta sem hefur verið að gerast í Sýrlandi og maður spyr getur Nato ekki skorist í leikinn og bundið enda á þetta ástand og hefur maður bara góðar væntingar að eitthvað skei.

Kristján Snæfells Kjartansson

sunnudagur, 23. febrúar 2014

Stjórnmál.

Ætlar  ríkistjórnin að laga  kjaraskerðingu sem varð í tíð Guðmundar Bjarnasonar Félagsmálaráðherra Framsóknarmanna en það vantaði  900 milljónir upp á að almannatryggingaþegar fengju leiðréttingu launa. Mun ríkisstjórnin einkavæðir banka og vera talmenn auðvalds, fjármagns og atvinnurekenda en ekki fólksins í almennt og almannatryggingaþega og þeirra sem ætla að hefja atvinnu og iðnaðar starfsemi . Það á að vera jöfnuður og jafnrétti í aðgengi  að lánastofnunum og sjóðum atvinnulífs svo allir njóti sín.  Vegna þess að mikil stöðnun hefur verið í uppbyggingu atvinnu tækifæra og mætti nota háhitaorku og jarðvarma til að framleiða rafmagn til iðnaðar og það yki atvinnutækifæri. Allir eiga að njóta heilbrigðisþjónustu og eftirlitsstofnanir þurfa að vera virkar. Löggæsla þarf að vera nægjanleg og stjórnun fiskveiða má ekki  mismuna.  Nauðsynlegt er að hafa okkar landbúnað  til að halda byggð í landinu og vegna þess hvursu landbúnaða afurðir okkar eru góðar. Það þarf að skattleggja sjávarútveg en ég er mótfallin leigu vegna aflaheimilda  því það er ofurskattur sem engin útgerð þolir til lengdar og hef ég lagt til 2% beinskatt við sölu og  löndun fisks. Leyfisgjöld til fiskveiða eiga  ekki að íþyngja útgerð. Útgerðin borgar skatta og verður útgerð að skila söluskatt við sölu fisks og svo kemur kostnaður vegna ísingar og markaðskosnaður. ýmiss kosnaður er  við útgerð trygging á skipi og mannskap og eru stórir liðir. Talað er um þinglýsingasrgjöld  vegna  skipa  og  flaggað  er út eða skip skráð  í einhverjum skattaparadísum skiljanlega  því menn þurfa að komast af.

Kristján Snæfells Kjartansson

Kjaramál.


Staðið hafa yfir kjarasamningar á vegum ASÍ og hefur megnið af ASÍ samþykkt samninga en málið er að krónan hefur styrkst um 10% og gjalmiðillinn okkar orðinn sterkari og að sjálfsögðu eiga launamenn að njóta þess með þá 10% hækkun launa. Vð styrkingu krónunnar minnkuðu erlendar skuldir um 10% og þ.e  að þær 20.000 þús milljarða skuldir hafa lækkað um 10% og eru 18.000 milljarðar. Og  eiga launa menn að njóta þess sem vinna erfiustu störfin. Skattur sem VG og Samfylkingin  lagði á sjávarútveginn var blekking hafa sjávarútvegsfyrirtæki verið að sligast undan skattheimtu og eru þetta  lítið skuldsett sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa engar skattalegar forsendur til afskrifta eða niðurfellinga. Síðan fannst mér uppboðleið á aflaheimildum stalínisk og hægri öfga stefna sem  bitnaði á lítilmagnanum og einungis  þeim til góða sem hafa óheft aðgengi að peningum. Ég legg til  að 2% beinskattur verði tekinn við löndun og sölu á sjávarfangi sem skilaði raunverulegum skatti vegna veiða skipa og báta og má hugsa sér til vara leið fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem ættu erfitt með álögur endurgreiðslur eða styrk.

Kristján Snæfells Kjartansson