Kjaramál.
Spurning er mun ríkistjórnin laga þá kjaraskerðingu sem varð í tíð Guðmundar Bjarnasonar Félagsmálaráðherra Framsóknarmanna en það vantaði þá 900 milljónir upp á að almannatryggingaþegar fengju réttláta leiðréttingu launa sinna. Verður ríkisstjórnin stjórn sem einkavæðir banka og talmenn auðvalds, fjármagns og atvinnurekenda en ekki fólksins í atvinnulífinu almennt og almannatryggingaþega og svo þeirra sem langar að hefja atvinnu og iðnaðar starfsemi stóra sem smáa. Það þarf að vera jöfnuður og jafnrétti hvað varðar aðkomu að lánastofnunum og sjóðum atvinnulífsins og allir eiga njóta sín. Þetta eru auðvitað spurningar m.a vegna þess að mikil stöðnun hefur verið uppbyggingu atvinnu tækifæra og að minu viti mætti nota háhitaorku og jarðvarma til að framleiða rafmagn til stórs og lítils iðnaðar og mundi það auka atvinnutækifæri. Einnig eiga allir að njóta heilbrigðisþjónustu og eftirlitsstofnanir séu virkar. Löggæsla sé nægjanleg og stjórnun fiskveiða mismuni engum. Þá er nauðsynlegt að hafa okkar landbúnað m.a til að halda byggð í landinu og hvursu landbúnaða afurðir okkar eru góðar. Það þarf auðvitað að skattleggja sjávarútveg eins og aðrar atvinnugreinar en ég er mótfallin leigu hvað varðar aflaheimildir og tel ég að það sé í raun ofurskattur sem engin útgerð þolir til lengdar en samt hef ég lagt til 2% beinskatt við sölu eða löndun fisks. Einnig eiga leyfisgjöld til fiskveiða ekki að íþyngja útgerð. Útgerðin borgar skatta eins og annar rekstur auk þess verður útgerð að skila söluskatt við sölu fisks og svo kemur kostnaður vegna ísingar og markaðskosnaður ef selt er á uppboðsmarkað. Þannig að það týnist ýmislegt til af kosnað við útgerð trygging á skipi og mannskap og eru þetta oft stórir liðir. Svo hafa menn talað um þinglýsingasrgjöld hvað varðar skip (fraktskip) og hafa menn þá flaggað út eða skráð skip í einhverjum skattaparadísum og auðvitað er það skiljanlegt því einhvern veginn verða menn að komast af. Þannig að ýmislegt mætti laga vegna m.a fraktskipa.
Veiðileyfagjald
Það virðist vera mórallin í pólitíkinni að blekkja ljúga og svíkja. Nú hefur innreið sýna nýtt fiskveiðstjórnunarkerfi sem býður aðallega upp á að verðlauna tossana (útgerðamenn). Til stendur að taka veiðigjald eða skatt af útgerðinni. En skattheimtan fer þannig fram að það er tekinn skattur síðan fá menn afslátt af skattinum vegna ímyndaðs taps af rekstrinum. Í hnotskurn er það þannig að það er veiðigjald að frádregnu tapi og í raun og veru sama fyrirkomulag og verið hefur en slegið fram með þesum hætti allt einskonar sjónhverfingar til að blekkja hinn almenna borgara. Ég lagði til 2% beinskatt vegna veiðanna og aukningu á strandveiðikvóta úr 7% í 10% . Einnig lagði ég til aukningu á byggðakvóta úr 8% í 30% vegna þess meðal annars til að jafna stöðu byggðarlagana sem hafa farið skelfilega illa út úr fiskveiðistjórnun undan gengina ára. Einnig er réttlátt og eðlilegt að ungir og efnilegir fái líka að spreita sig við veiðarnar. Ég lagð einnig til sóknarstýringu sem ég tel að verði að gaumgæf vel og vanda. Guðjón A. Kristjánsson hafði sitt hvað um það að segja á sýnum tíma en hann var reyndur skipstjórnarmaður. Varðandi veiðigjaldið sem ég lagði til tel ég það raunhæfari kost en það sem er nú á boðstólum. Öll þurfum við að bera sameiginlega ábyrgð á skuldum þjóðarinnar og hafa samkend sem góðir borgarar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli