föstudagur, 24. janúar 2014

SJÁVARÚTVEGURINN.

Image
Kæri lesandi ég gat þess í Mbl fyrir skömmu að skattur sem VG og Samfylkingin hefði lagt á sjávarútveginn væri blekking en í mínum huga hafa sjávarútvegsfyrirtæki oft á tíðum verið að sligast undan skattheimtu ofan á allt barslið og erfiðið við veiðarnar og eru þetta gjarnan lítið skuldsett sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa engar skattalegar forsendur til afskrifta eða niðurfellinga á sköttum. Svo fannst mér uppboðleið á aflaheimildum Stalínisk og Hægri Öfga stefna sem hefði bitnað á lítilmagnanum og einungis verið þeim til góða sem hefðu haft óheft aðgengi að fjármagni. Ég hef lagt til í greinum mínum undanfarið að 2% beinskattur verði tekinn við löndun og sölu á sjávarfangi og mundi þetta skila raunverulegum skatti vegna veiða skipa og báta og svo geta menn hugsað sér að til vara væri leið fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem ættu erfitt með að bera þessar álögur að til kæmu endurgreiðslur eða styrkir til þeirra.
Kær kveðja 
Kristján Snæfells Kjartansson

Engin ummæli:

Skrifa ummæli