sunnudagur, 23. febrúar 2014

Stjórnmál.

Ætlar  ríkistjórnin að laga  kjaraskerðingu sem varð í tíð Guðmundar Bjarnasonar Félagsmálaráðherra Framsóknarmanna en það vantaði  900 milljónir upp á að almannatryggingaþegar fengju leiðréttingu launa. Mun ríkisstjórnin einkavæðir banka og vera talmenn auðvalds, fjármagns og atvinnurekenda en ekki fólksins í almennt og almannatryggingaþega og þeirra sem ætla að hefja atvinnu og iðnaðar starfsemi . Það á að vera jöfnuður og jafnrétti í aðgengi  að lánastofnunum og sjóðum atvinnulífs svo allir njóti sín.  Vegna þess að mikil stöðnun hefur verið í uppbyggingu atvinnu tækifæra og mætti nota háhitaorku og jarðvarma til að framleiða rafmagn til iðnaðar og það yki atvinnutækifæri. Allir eiga að njóta heilbrigðisþjónustu og eftirlitsstofnanir þurfa að vera virkar. Löggæsla þarf að vera nægjanleg og stjórnun fiskveiða má ekki  mismuna.  Nauðsynlegt er að hafa okkar landbúnað  til að halda byggð í landinu og vegna þess hvursu landbúnaða afurðir okkar eru góðar. Það þarf að skattleggja sjávarútveg en ég er mótfallin leigu vegna aflaheimilda  því það er ofurskattur sem engin útgerð þolir til lengdar og hef ég lagt til 2% beinskatt við sölu og  löndun fisks. Leyfisgjöld til fiskveiða eiga  ekki að íþyngja útgerð. Útgerðin borgar skatta og verður útgerð að skila söluskatt við sölu fisks og svo kemur kostnaður vegna ísingar og markaðskosnaður. ýmiss kosnaður er  við útgerð trygging á skipi og mannskap og eru stórir liðir. Talað er um þinglýsingasrgjöld  vegna  skipa  og  flaggað  er út eða skip skráð  í einhverjum skattaparadísum skiljanlega  því menn þurfa að komast af.

Kristján Snæfells Kjartansson

Engin ummæli:

Skrifa ummæli