laugardagur, 19. október 2013

UM DAGINN.

Úr daglega lífinu eftir Kristján Snæfells Kjartansson sem er 3/4 Snæfellingur 1/4 Skaftfellingur.
7. október 2013 

Dags 9/10 2013.
Laugardag 7 október 2013 um kl 18.00 er ég staddur í Kringlunni verzlanamiðstöð á annarri hæð byggingarinnar og er að tala við Hjördísi nokkra sem ég þekki lítilsháttar vegna kynna við hana gegnum tíðina og þar sem ég er og Hjördís er þar nærri kemur afgreiðslustúlka úr Útilíf á 1 hæð með tvo öryggisverði Kringlunnar meðferðis og stöðva þau Pólskan mann að nafni Radek og uppástendur afgreiðslustúlkan að Pólverjinn hafi haft rangt við og fer Pólverjinn með þeim á 1 hæð Kringlunnar og staðnæmast þau fyrir framan verzlunina 66 Norður og leit fer framm á Pólverjanum sem ber engann árangur og fara öryggisverðirnir og afgreiðslustúlkan á braut til sinna starfa. Ég staðnæmist þarna rétt hjá og talaði nokkur orð við Pólverjan og segir hann mér að hann hafi orðið fyrir ítekruðum ágangi eða ónæði í verzlunarleiðangrum af starfsmönnum Kringlunnar og verzlunarfólki. Auk þessa sá ég á fyrstu hæð þegar ég kem niður hringstigann í Kringlu að öryggisverðir voru að vísa konu úr verzluninni og virtist mér hún erlend að uppruna og hafði ég á tilfinningunni að þetta væri tilefnislaust og öryggisverðirnir væru hreinlega að brjóta á konunni. Ég fékk símanúmer Radek uppgefið af því mér fynnst skylda mín að staðfesta að hann hafi ekki haft rangt við og símanúmer hans er 8635341.
Með kveðju
Kristján S. Kjartansson

Engin ummæli:

Skrifa ummæli